top of page
Flower

Útfararþjónustan

Hugsjón

Að missa ástvin er eitt það erfiðasta sem við göngum í gegnum. Þá er gott að geta leitað til aðila með þekkingu og reynslu á þeim þáttum er snúa að útför. Við aðstoðum aðstandendur við skipulagningu og veitum persónulega þjónustu með virðingu að leiðarljósi. 

Yellow Flower

Hvernig getum við aðstoðað þig?

Hugsjón sér um:

Að tilkynna andlát, útför og þakkir til þeirra fjölmiðla er óskað eftir.

Umsjón útfarar í samráði við prest/athafnastjóra og aðstandendur.

Kemur á sambandi við þann prest/athafnastjóra sem óskað er eftir.

Fer heim til aðstandenda og ræðir skipulag ef þess er óskað.

Flutning á kistu út á land eða utan af landi.

Flytur þann látna til útfarar og legstað.

Hugsjón útvegar og aðstoðar við val á:

Sal fyrir erfidrykkju, gestabók og kerti ef óskað er eftir.

 

Að senda inn minningargreinar og/eða æviágrip.

Stað og stund fyrir kistulagningu og útför.

 

Sálmaskrá og sálmaval ef óskað er eftir.

 

Dánarvottorð og líkbrennsluheimild.

Duftkeri ef líkbrennsla á sér stað.

Kistuskreytingu eða fána.

 

Líkkistu og líkklæðum.

 

Legstað í kirkjugarði.

Blóm og kransa.

Verðskrá
White Flowers

VERÐSKRÁ

Verðin eru einungis til viðmiðunar og birt með fyrirvara um breytingar. Aðstandendur eru upplýstir um þær eins fljótt og unnt er.

Hvít kista                                        155.000 - 195.000 kr. 

Viðarkista                                       175.000 - 220.000 kr.

Duftker                                                      18.000 - 38.000 kr.

Líkklæði                                                     10.000 - 18.000 kr.

Útfararþjónusta                                 75.000 - 180.000 kr.

Prestsþjónusta útför og jarðsetning                35.082 kr.

Prestsþjónusta kistulagning                                 17.541 kr.

Kór/einsöngur                                     50.000 - 150.000 kr.

Organisti við útför                             39.755 - 59.067 kr. * 

Sálmaskrár 100 stk                  43.000 - 52.000 kr.

Kransar                                       35.000 - 50.000 kr. **

Kistuskreyting                          25.000 - 40.000 kr.

Blóm á altari                                8.000 - 18.000 kr.

Kirkjuvarsla                                                 6.000 - 9.000 kr.
Trékross á leiði og plata                       27.600 -32.147 kr.

Erfidrykkja                                                   verð breytileg

Organisti við kistulagningu                      29.524 kr. *

Organisti fyrir athöfn                                29.524 kr. *

Greftrun og líkbrennsla eru greidd af kirkjugörðunum.

​Líkflutningur milli landsvæða er samkomulagsatriði.

*samkvæmt taxta FÍH

** miðað við hefðbunda stærð

Aðstandendur ættu að kynna sér hvort hinn látni/látna hafi greitt í stéttarfélag sem tæki þátt í útfararkostnaði. Hafi svo ekki verið, en hinn látni/látna verið eignarlaus, geta aðstandendur óskað eftir útfararstyrk hjá Velferðarsviði (félagsþjónustu) þess sveitarfélags sem viðkomandi átti lögheimili í.

Angel statue
umokkur1

Um okkur

Útfararþjónustan Hugsjón var stofnuð í mars 2020 af hjónunum Hugrúnu Sif Hallgrímsdóttur og Jóni Ólafi Sigurjónssyni.

 

Hugrún er starfandi kirkjuorganisti og skólastjóri Tónlistarskóla A-Húnavatnssýslu en Jón starfar hjá Vinnumálastofnun og hefur reynslu af meðhjálparastörfum. Hugmyndin af fyrirtækinu kviknaði þegar þau fundu í störfum sínum við kirkjuna hversu mikil þörf var fyrir útfararþjónustu á svæðinu. Ástvinamissir er eitt af því erfiðasta sem við göngum í gegnum og þess vegna mikilvægt að geta leitað til fagfólks við skipulagningu útfarar. 

IMG_6014 copy.jpg

Hugrún Sif Hallgrímsdóttir

IMG_6034 copy.jpg

​Jón Ólafur Sigurjónsson

Hafa samband

Hafðu samband við okkur

Jón Ólafur - 868 2842 
Hugrún - 868 4925
SSNV.jpg
bottom of page