top of page
Flower

Útfararþjónustan

Hugsjón

Að missa ástvin er eitt það erfiðasta sem við göngum í gegnum. Þá er gott að geta leitað til aðila með þekkingu og reynslu á þeim þáttum er snúa að útför. Við aðstoðum aðstandendur við skipulagningu og veitum persónulega þjónustu með virðingu að leiðarljósi. 

Yellow Flower
umokkur1

Um okkur

Útfararþjónustan Hugsjón var stofnuð í mars 2020 af hjónunum Hugrúnu Sif Hallgrímsdóttur og Jóni Ólafi Sigurjónssyni.

 

Hugrún er starfandi kirkjuorganisti og skólastjóri Tónlistarskóla A-Húnavatnssýslu en Jón starfar hjá Vinnumálastofnun og hefur reynslu af meðhjálparastörfum. Hugmyndin af fyrirtækinu kviknaði þegar þau fundu í störfum sínum við kirkjuna hversu mikil þörf var fyrir útfararþjónustu á svæðinu. Ástvinamissir er eitt af því erfiðasta sem við göngum í gegnum og þess vegna mikilvægt að geta leitað til fagfólks við skipulagningu útfarar. 

IMG_6014 copy.jpg

Hugrún Sif Hallgrímsdóttir

IMG_6034 copy.jpg

​Jón Ólafur Sigurjónsson

White Flowers

Hvernig getum við aðstoðað þig?

Hugsjón sér um:

Að tilkynna andlát, útför og þakkir til þeirra fjölmiðla er óskað eftir.

Umsjón útfarar í samráði við prest/athafnastjóra og aðstandendur.

Kemur á sambandi við þann prest/athafnastjóra sem óskað er eftir.

Fer heim til aðstandenda og ræðir skipulag ef þess er óskað.

Flutning á kistu út á land eða utan af landi.

Flytur þann látna til útfarar og legstað.

Hugsjón útvegar og aðstoðar við val á:

Sal fyrir erfidrykkju, gestabók og kerti ef óskað er eftir.

 

Að senda inn minningargreinar og/eða æviágrip.

Stað og stund fyrir kistulagningu og útför.

 

Sálmaskrá og sálmaval ef óskað er eftir.

 

Dánarvottorð og líkbrennsluheimild.

Duftkeri ef líkbrennsla á sér stað.

Kistuskreytingu eða fána.

 

Líkkistu og líkklæðum.

 

Legstað í kirkjugarði.

Blóm og kransa.

ÞJÓNUSTA
Verðskrá

VERÐSKRÁ

Verðin eru einungis til viðmiðunar og birt með fyrirvara um breytingar. Aðstandendur eru upplýstir um þær eins fljótt og unnt er.

Hvít kista                                        145.000 - 180.000 kr. 

Viðarkista                                       175.000 - 220.000 kr.

Duftker                                                      9.000 - 29.000 kr.

Líkklæði                                                     9.000 - 13.000 kr.

Útfararþjónusta                                 75.000 - 160.000 kr.

Prestsþjónusta útför og jarðsetning                31.791 kr.

Prestsþjónusta kistulagning                                 8.478 kr.

Kór/einsöngur                                     35.000 - 115.000 kr.

Organisti við útför                             35.383 - 52.571 kr. * 

Sálmaskrár 100 stk                  43.000 - 52.000 kr.

Kransar                                       35.000 - 50.000 kr. **

Kistuskreyting                          25.000 - 35.000 kr.

Blóm á altari                                8.000 - 18.000 kr.

Kirkjuvarsla                                                 6.000 - 9.000 kr.
Trékross á leiði og plata                       24.600 -32.147 kr.

Erfidrykkja                                                   verð breytileg

Organisti við kistulagningu                      26.277 kr. *

Organisti fyrir athöfn                                26.277 kr. *

Greftrun og líkbrennsla eru greidd af kirkjugörðunum.

​Líkflutningur milli landsvæða er samkomulagsatriði.

*samkvæmt taxta FÍH

** miðað við hefðbunda stærð

Aðstandendur ættu að kynna sér hvort hinn látni/látna hafi greitt í stéttarfélag sem tæki þátt í útfararkostnaði. Hafi svo ekki verið, en hinn látni/látna verið eignarlaus, geta aðstandendur óskað eftir útfararstyrk hjá Velferðarsviði (félagsþjónustu) þess sveitarfélags sem viðkomandi átti lögheimili í.

Angel statue
Hafa samband

Hafðu samband við okkur

Jón Ólafur - 868 2842 
Hugrún - 868 4925
SSNV.jpg
bottom of page